Frærækt og fræverkun
Meginhlutverk fræverkunarstöðvar Landgræðslunnar í Gunnarsholti er frærækt og fræverkun tegunda til uppgræðslu. Landgræðslan hefur starfrækt fræverkunarstöð í Gunnarsholti frá árinu 1988. Meginhlutverk hennar er frærækt og fræverkun tegunda til uppgræðslu. Fræ af melgresi (Leymus arenarius) og túnvingli (Festuca richardsonii) er heimafengið, en nokkuð er flutt inn af rýgresi (Lolium multiflorum) og vallarsveifgrasi (Poa pratensis).




Fræakrar
Fræakrar fyrir ræktun túnvinguls eru allir í Gunnarsholti. Melgresi er ekki ræktað á ökrum en melfræi er safnað af strandsvæðum sunnanlands.
Fræöflun og verkun
Fræöflun fer fram síðla sumars og fram á haust þegar fræþroski nær hámarki, en þó áður en náttúruleg frædreifing hefur átt sér stað. Túnvingull þroskast í lok ágúst, en melgresi þroskast seinna og stendur melsláttur oft langt fram í september. Fræinu er safnað með þreskivélum eða þar til gerðum melsláttuvélum (melgresi). Þegar í hús er komið, þarf að þurrka og hreinsa fræið.






Gæðaeftirlit
Áhersla er lögð á gæði fræframleiðslunnar og innra gæðaeftirlit. Sýni eru tekin reglulega og frægæði metin samkvæmt alþjóðlegum stöðlum. Hlutfall spírandi fræs er rannsakað með spírunarprófum. Skýrar verklagsreglur um meðhöndlun fræsins stuðla að hámarksgæðum þess og rafrænt birgðabókhald tryggir rekjanleika fræsins (uppruna og meðhöndlun) og réttar merkingar. Rannsóknastofa Landgræðslunnar heldur utan um allt gæðaeftirlit með fræi. Að auki veitir rannsóknastofan þjónustu til aðila sem selja fræ og gerir á þeim spírunarpróf og hreinleikapróf.



Starfsstöðvar
Starfsfólk
Um okkur
Rafrænir reikningar
Skýrslur
Leiðbeiningar
Landupplýsingar
Landbótasjóður
Gæðastýring í sauðsfjárrækt
Bændur græða landið
Varnir gegn landbroti
Endurheimt votlendis
Hagagæði
GróLind
Lagaumhverfi
Auglýsingar
Aðalskrifstofa | Gunnarsholti | 851 Hella | Sími 488-3000 | Netfang land@land.is | Rafrænir reikningar | Kt: 710169-3659