Dimmuborgir

land.is 9 Heim 9 Málaflokkar 9 Dimmuborgir

Dimmuborgir

Friðlýst náttúruvætti. Jarðminjar Dimmuborga eru einstakar á landsvísu og voru þær friðlýstar sem náttúruvætti árið 2011. Dimmuborgir urðu til í eldsumbrotum fyrir um 2300 árum þegar hraun rann frá Lúdents- og Þrengslaborgum um Laxárdal og í sjó fram í Skjálfandaflóa, um 63 km leið.

Við landnám var samfelldur gróður frá Dimmuborgum og suður undir Vatnajökul. Gjóskugos í Vatnajökli 1477 olli miklum spjöllum og gróðureyðingu í Ódáðahrauni og áfoksgeirar tóku að myndast.

Í byrjun 18. aldar virðist hluti foktungunnar hafa verið kominn niður undir bakka Mývatns og ein foktungan stefndi beint á Dimmuborgir. Um 1940 var svo komið að Borgirnar voru að fyllast af foksandi og var hluti þeirra þá þegar kominn á kaf.

Landgræðslan tekur við Dimmuborgum 1942

Bændur á Geiteyjarströnd og Kálfaströnd, sem áttu landið, gáfu það Sandgræðslu Íslands, nú Landgræðslu ríkisins, til eignar og umráða árið 1942. Sama ár var girt 420 hektara svæði í Borgunum til að friða þær fyrir beit. Langir grjótgarðar voru hlaðnir til að draga úr sandskriði í suðurhluta landgræðslugirðingarinnar og veita melsáningum skjól. Upp úr 1990 réðst Landgræðslan í umfangsmiklar landgræðsluaðgerðir í Dimmuborgum og var þá meðal annars heymoð notað til að fergja og græða upp mikla sandskafla fyrir sunnan Kirkjuna. Með þessum aðgerðum tókst að stöðva sandfokið og eru Dimmuborgir nú að mestu grónar og birki að breiðast út.

Hluverkið okkar

Samhliða friðlýsingu svæðisins árið 2011 var undirritaður samningur þar sem Landgræðslunni var falin umsjón og rekstur náttúruvættisins. Samkvæmt samningnum annast Landgræðslan almenna umsjón og rekstur.

Gönguleiðir í Dimmuborgum (Hiking trails)

Samhliða friðlýsingu svæðisins árið 2011 var undirritaður samningur þar sem Landgræðslunni var falin umsjón og rekstur náttúruvættisins. Samkvæmt samningnum annast Landgræðslan almenna umsjón og rekstur.

Nature reserve area

The unique lava formations of Dimmuborgir were created when the crater row of Lúdents- and Þrengslaborgir erupted around 2300 years ago. Lava flowed over the ancient lake Mývatn and down the valley of Laxárdalur to sea at Skjálfandaflói, a distance of 63 km.
Preservation of Dimmuborgir
Around 1940 Dimmuborgir was silting up with wind-blown sand and the southern most areas already totally submerged. To counteract this a conservation program was initiated. In 1942 the owners of Dimmuborgir, the farmers of Geiteyjarströnd, handed over ownership of the area to the Soil Conservation Service. To begin with, the land was fenced off to protect it from sheep grazing. Furthermore, stone barriers were erected and lyme-grass was sown in the southern part of the area. Over the years the lyme-grass has extended and effectively reduced the problem of silting and the area is now for the most part reclaimed. Native birch trees have consequently naturally spread over the area.
A network of walking trails is now in Dimmuborgir, providing an excellent opportunity to view the main attractions. Note that the soil is particularly sensitive due to wind erosion and the rocks are brittle and fragile. Please keep to the officially marked trails and help preserve the area.

Starfsstöðvar

Starfsfólk

Um okkur

Rafrænir reikningar

Skýrslur

Leiðbeiningar

Landupplýsingar

Landbótasjóður

Gæðastýring í sauðsfjárrækt

Bændur græða landið

Varnir gegn landbroti

Endurheimt votlendis

Hagagæði

GróLind

Lagaumhverfi

Auglýsingar

Aðalskrifstofa | Gunnarsholti | 851 Hella | Sími 488-3000 | Netfang land@land.is | Rafrænir reikningar | Kt: 710169-3659

Skip to content