Málaflokkar
Við leggjum stund á rannsóknir á ástandi vistkerfa og vistfræðilegri nálgun við endurheimt þurrlendis- og votlendisvistkerfa ásamt vöktun gróðurs og jarðvegs.
Verkefni okkar snúa að vernd, endurheimt og uppbyggingu vistkerfa, sjálfbærri landnýtingu og mati á ástandi gróðurs og jarðvegs
Sjá nánar: Rannsóknarstefna landgræðslunnar
Markmið okkar eru að vernda, endurheimta og bæta þær auðlindir þjóðarinnar sem fólgnar eru í gróðri og jarðvegi og tryggja sjálfbæra nýtingu lands. Við störfum eftir lögum um landgræðslu nr 155/2018

Landupplýsingar
Landupplýsingar lýsa hlutum; staðsetningu, afmörkun og eiginleikum t.d. staðsetningu mannvirkja eða lögun landfræðilegra fyrirbæra eins og skóga, lóða, vatna, vega eða landsvæða. Þær er hægt að tengja við staðsetningu (skilgreint sem punktur, lína, svæði eða magn) á jörðinni, einkum upplýsingar um náttúrufyrirbæri og menningu. Staðsetningargögnin geta verið tiltekin hnit eða staðsetning með minni nákvæmni eins og ákveðin svæði.
GróLind – Vöktun á gróðri
Íslensk þurrlendisvistkerfi veita fjölbreytta þjónustu; þau eru grundvöllur margs konar atvinnustarfsemi, draga úr áhrifum náttúruhamfara og miðla okkur neysluvatni. Við allan atvinnurekstur þar sem gæði landsins eru nýtt s.s. við hefðbundinn landbúnað eða ferðaþjónustu er mikilvægt að góð þekking á gróður- og jarðvegsauðlindum landsins sé til staðar. Því þurfa upplýsingar um ástand lands og breytingar á því að liggja fyrir á hverjum tíma, svo unnt sé að tryggja sjálfbæra landnýtingu.
Bændur græða landið
Verkefnið Bændur græða landið er samvinnuverkefni Landgræðslunnar og bænda um uppgræðslu heimalanda. Tilgangur þess er að styrkja bændur til landgræðslu á jörðum sínum, stöðva rof, þekja land gróðri og gera það nothæft á ný til landbúnaðar eða annarra nota.
Hagagæði
Hagagæði er verkefni um landnýtingu og úttektir hrossahaga.
• Að tryggja velferð hrossa.
• Að auka ábyrgð landnotenda, sem vörslumanna lands.
• Að auka umhverfisvitund landeigenda og landnotenda.
Gæðastýring í sauðfjárrækt
Helstu gæðastýringar í sauðfjárrækt eru að bæta sauðfjárbúskap, renna styrkari stoðum undir afkomu sauðfjárbænda og tryggja markaðnum öruggari vörur. Gæðastýringunni er m.a ætlað að taka til landnotkunar, einstaklingsmerkinga, skýrsluhalds, hirðingar, aðbúnaðar, fóðuröflunar og lyfjanotkunar.
Varnir gegn landbroti
Landgræðslan hefur það hlutverk skv. lögum um varnir gegn landbroti (lög nr. 91/2002) að draga úr eða koma í veg fyrir landbrot og annað tjón á landi, landkostum eða mannvirkjum með Vörnum gegn landbroti af völdum fallvatna.
Landgræðslujurtir
Markmið uppgræðsluaðgerða er að koma af stað líffræðilegum ferlum sem endurreisa hrunin vistkerfi. Í sumum tilfellum nægir að bera á áburð til að efla þær tegundir sem fyrir eru og þar með óþarfi að bæta nýjum við. Annarsstaðar er ástandið slíkt að nauðsynlegt er að sá harðgerðum tegundum til að stöðva rof eða sandfok. Þessar tegundir þarf að þekkja vel til að geta nýtt sér kosti þeirra.
Áburður
Hversu mikið skal bera á, hvenær og hvernig áburð eru lykilspurningar í landgræðslustarfi. Rannsóknir hafa sýnt að með því að velja besta dreifingartíma sé unnt að draga verulega úr áburðarnotkun. Einnig hefur verið sýnt fram á að lífrænn áburður gefur betri langtímaáhrif en ólífrænn áburður.
Kolefni
Kolefnisbinding með landgræðslu er skilgreind í Kyoto bókuninni sem mótvægisaðgerð gegn hnattrænni hlýnun loftslags. Ávinningur þessa fyrir Ísland er tvíþættur því allar uppgræðsluaðgerðir stuðla að bindingu kolefnis í jarðvegi, þannig að með aukinni landgræðslu eykst kolefnisbinding. Kolefnisbinding í jarðvegi eykur vatnsheldni hans, stuðlar að virkara lífi jarðvegsörvera og gerir vistkerfi heilbrigðari. Kolefnisbinding í jarðvegi er er varanleg og því mjög eftirsóknarverð.
Gróðurframvinda
Þegar unnið er að endurheimt raskaðra vistkerfa (vistheimt) er leitast við að stýra og hraða gróðurframvindu með ýmsum inngripum. Framvinda er skilgreind sem stefnubundnar breytingar á lífverum eða samfélagi lífvera óháð árstíð en samhliða slíkum breytingum á lífverum vistkerfisins verða einnig breytingar á jarðvegi og umhverfi þeirra. Það er mikilvægt að hafa bæði staðgóða þekkingu á áhrifum inngripa í röskuðum vistkerfum og að skilja framvinduferli í náttúrulegum vistkerfum.
Landbótasjóður
Landgræðslan úthlutar árlega styrkjum úr Landbótasjóði, en tilgangur þeirra er að færa ábyrgð og framkvæmd landgræðsluverkefna heim í héruð og veita landeigendum, sveitarfélögum, félagasamtökum og öðrum umráðahöfum lands, styrki til landbótaverkefna.
Endurheimt votlendis
Votlendi geyma verulegan hluta kolefnisforða jarðar. Þau eru mikilvæg búsvæði plantna, fugla, fiska og smádýra, bæta vatnsbúskap jarðar og geta jafnað vatnsrennsli og þannig minnkað hættu á flóðum, sveiflum í vatnsrennsli og jarðvegsrofi.
Fræframleiðsla
Landgræðslan hefur starfrækt fræverkunarstöð í Gunnarsholti frá árinu 1988. Meginhlutverk hennar er frærækt og fræverkun tegunda til uppgræðslu. Fræ af helstu uppgræðslutegundum, þ.e. melgresi, beringspunti og alaskalúpínu, fæst ekki á heimsmarkaði og er því heimafengið, en talsvert er flutt inn af vallarsveifgras- túnvinguls- og rýgresisfræi. Auk framleiðslu til eigin nota er fræ selt um allt land en einnig er nokkuð flutt út til Alaska, Grænlands og fleiri landa.
Héraðsáætlanir
Héraðsáætlanir Landgræðslunnar eru samantekt á helstu rofsvæðum á landinu og forgangsröðun verkefna út frá aðstæðum á hverjum stað. Rofsvæðin eru hér flokkuð eftir alvarleika rofs, aðgengi að þeim, hvernig þau eru yfirferðar, hæð yfir sjávarmáli og eignarhaldi. Vinsamlega hafið samband við héraðsfulltrúa Landgræðslunnar á því svæði sem um ræðir.
Dimmuborgir
Bændur á Geiteyjarströnd og Kálfaströnd, sem áttu landið, gáfu það Sandgræðslu Íslands, nú Landgræðslu ríkisins, til eignar og umráða árið 1942. Sama ár var girt 420 hektara svæði í Borgunum til að friða þær fyrir beit. Langir grjótgarðar voru hlaðnir til að draga úr sandskriði í suðurhluta landgræðslugirðingarinnar og veita melsáningum skjól.

Starfsstöðvar
Starfsfólk
Um okkur
Rafrænir reikningar
Skýrslur
Leiðbeiningar
Landupplýsingar
Landbótasjóður
Gæðastýring í sauðsfjárrækt
Bændur græða landið
Varnir gegn landbroti
Endurheimt votlendis
Hagagæði
GróLind
Lagaumhverfi
Auglýsingar
Aðalskrifstofa | Gunnarsholti | 851 Hella | Sími 488-3000 | Netfang land@land.is | Rafrænir reikningar | Kt: 710169-3659