25.03.2020. GróLind: Vinnu við kortlagningu úthaga og afrétta að ljúka

GróLind er samstarfsverkefni Landssamtaka sauðfjárbænda, Bændasamtaka Íslands, Atvinnuvega- og nýssköpunarráðuneytisins og Landgræðslunnar, sem hefur yfirumsjón með verkefninu.

Verkefninu er ætlað að skila með reglubundnum hætti heildarmati á ástandi gróður- og jarðvegsauðlinda landsins, og að þróa sjálfbærnivísa fyrir nýtingu auðlindanna.

 

Verkefnið er í þróun og á vormánuðum 2019 voru haldnir 17 opnir kynninga– og samráðsfundir víðsvegar um landið.

Um sumarið hófst vöktun þegar 76 reitir voru lagðir út víðsvegar um landið,  en stefnt er að því að setja upp rösklega 1000 vöktunarreiti á næstu fjórum árum. Samhliða er hafin þróun á hvernig nýta megi mælingar á jörðu niðri til að meta ástand lands út frá gervitunglamyndum. 

 

Á liðinu ári var einnig unnið að stöðumati á ástandi gróður- og jarðvegsauðlinda landsins byggt á vistgerðaflokkun Náttúrufræðistofnunar Íslands og rofkortlagningu Rala og Landgræðslu ríkisins.

Til að hægt sé að tengja landnýtingu við ástand auðlindanna er nauðsynlegt að vita hvernig land er nýtt. Árið 2019 var því unnið að því að kortleggja mörk úthaga og afrétta og núverandi nýtingu þeirra til sauðfjárbeitar. Áætlað var að kynna stöðumatið og kortlagninguna á opnum fundi 25. mars en í ljósi aðstæðna hefur kynningunni verið frestað tímabundið. 

Starfsstöðvar

Starfsfólk

Um okkur

Rafrænir reikningar

Skýrslur

Leiðbeiningar

Landupplýsingar

Landbótasjóður

Gæðastýring í sauðsfjárrækt

Bændur græða landið

Varnir gegn landbroti

Endurheimt votlendis

Hagagæði

GróLind

Lagaumhverfi

Auglýsingar

Aðalskrifstofa | Gunnarsholti | 851 Hella | Sími 488-3000 | Netfang land@land.is | Rafrænir reikningar | Kt: 710169-3659

Skip to content