6. maí, 2021

Frumkvöðlaverkefni á vegum Landgræðslunnar og Náttúrustofu Suðausturlands styrkt af Loftslagssjóði um 8,5 milljónir.

Frumkvöðlaverkefni á vegum Landgræðslunnar og Náttúrustofu Suðausturlands styrkt af Loftslagssjóði um 8,5 milljónir.

06.05.2021. Kolefnisforði og flæði úr jarðvegi – samstarfsverkefni um vöktun á völdum landgerðum er heiti verkefnisins og tilgangur þess er mæling á kolefnisforða og flæði koltvísýrings fyrir loftslagsbókhald Íslands. Hafa 4 mismunandi svæði graslendis verið valin til mælinga í Skaftárhreppi með tilliti til mismunandi gróðurgerðar.

Verkefnið er til árs og fyrirhugað er að gögn úr mælingum verði skráð í gagnagátt Landgræðslunnar sem verða gerð aðgengileg í framhaldinu.

Verkefnisstjóri er Rannveig Ólafsdóttir, sérfræðingur hjá Náttúrustofu Suðausturlands en Jóhann Þórsson vistfræðingur sér um ráðgjöf og úrvinnslu gagna af hálfu Landgræðslunnar.
Í samstarfi við Landgræðsluna og fleiri hefur Ólafur S. Andrésson prófessor við HÍ hannað og þróað smátæki sem mælir losun koltvísýrings úr jarðvegi. Aðrir samstarfsaðilar eru sveitarfélagið Skaftárhreppur og Mor-nefndin sem er samstarfsnefnd sveitarfélaganna Skaftárhrepps og Hornafjarðar, Landgræðslunnar og Skógræktarinnar.
„Þetta er fyrsta verkefni sinnar tegundar og við höfum hug á að nýta reynsluna úr þessu verkefni til að komast í samstarf við fleiri aðila á landsvísu og afla þannig gagna um kolefnisbúskap mismunandi landflokka“ segir Jóhann Þórsson sem stýrir verkefninu af hálfu Landgræðslunnar.

Vettvangsvina við mælingar

Rannveig Ólafsdóttir frá Náttúrustofu Suðausturlands, Elín Erla Káradóttir sumarstarfsmaður Náttúrustofu Suðausturlands og Jóhann Þórsson frá Landgræðslunni að störfum í Skaftárhreppi.

Vettvangsvina við mælingar
Vettvangsvina við mælingar

Rannveig Ólafsdóttir frá Náttúrustofu Suðausturlands, Elín Erla Káradóttir sumarstarfsmaður Náttúrustofu Suðausturlands og Jóhann Þórsson frá Landgræðslunni að störfum í Skaftárhreppi.

Aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum var hvatinn til þess að verkefnið fór af stað og hugmyndin kviknaði. Í áætluninni er stefnt að 40% minnkun á losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2030 og kolefnishlutleysi fyrir árið 2040. Binding kolefnis vegna landnotkunar vegur þar einnig þungt en þar gert er ráð fyrir stórfelldri aukningu fram til 2030.

Einn veigamesti þáttur í losun gróðurhúsalofttegunda er landnotkun eða um fjórðungur allrar losunar á heimsvísu. Hann virðist jafnvel vera umfangsmeiri á Íslandi eða allt að 65% . Mikil þörf er á auknum mælingum á losun koltvísýrings frá jarðvegi á landsvísu og er verkefnið því veigamikill þáttur í því ferli.

Utan smátækisins sem þróað hefur verið hefur einnig verið fjárfest í tækjabúnaði til að mæla bæði bindingu og losun koltvísýrings en góð reynsla hefur verið af þeim tækjabúnaði hjá Landgræðslunni. Í gegnum verkefnið gefst tækifæri til að prófa og vinna með íslensku tækin við skipulagðar mælingar og fá þannig samanburð við. Íslenska tækið er mun ódýrara og því eftirsóknarvert að þróa og prófa slíkan mælibúnað.

Vettvangsvina við mælingar

Rannveig Ólafsdóttir frá Náttúrustofu Suðausturlands, Elín Erla Káradóttir sumarstarfsmaður Náttúrustofu Suðausturlands og Jóhann Þórsson frá Landgræðslunni að störfum í Skaftárhreppi.

Starfsstöðvar

Starfsfólk

Um okkur

Rafrænir reikningar

Skýrslur

Leiðbeiningar

Landupplýsingar

Landbótasjóður

Gæðastýring í sauðsfjárrækt

Bændur græða landið

Varnir gegn landbroti

Endurheimt votlendis

Hagagæði

GróLind

Lagaumhverfi

Auglýsingar

Aðalskrifstofa | Gunnarsholti | 851 Hella | Sími 488-3000 | Netfang land@land.is | Rafrænir reikningar | Kt: 710169-3659

Þú gætir haft áhuga á….

Jafnrétti er ákvörðun

Jafnrétti er ákvörðun

Landgræðslan tók á móti Jafnvægisvoginni, viðurkenningu FKA við hátíðlega athöfn fimmtudaginn 12. október

Máttur til mýranna!

Máttur til mýranna!

Afar mikilvæg alhiða votlendisráðstefna var haldin í Antwerpen 19. – 21. september síðast liðinn. Lögð var fram sameiginleg yfirlýsing um mikilvægi votlendis hvað varðar ýmsar þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir sem Landgræðslan hefur lagt stuðning við.