Frærækt við Gunnarsholt 2022

01.09.2022

Á ökrum í kringum Gunnarsholt er ræktað fræ af túnvingli (Festuca richardsonii) sem síðan er notað til uppgræðslu víða um land. Fræsláttur hófst þann 15. ágúst og nú um tveimur vikum seinna eru allir þurrkunargámar smekkfullir af fræi. Uppskera þessa árs stefnir í að verða um 50% meiri en í fyrra og gæti hugsanlega orðið met ár. 

Það er mikilvægt fyrir Landgræðsluna að rækta fræ og eiga birgðir til að geta brugðist við óvæntum aðstæðum sem náttúruöflin bjóða stundum upp á. Nærtækast er að nefna öskufall sem getur haft óæskilegar afleiðingar með í för þegar askan fer að fjúka, en oft er hægt að hægja á slíku með sáningu og áburðargjöf. Á næstu vikum mun fræi af melgresi verða safnað, en það þroskar fræ talsvert seinna en túnvingull.

Fræþurrkunargámar

Starfsstöðvar

Starfsfólk

Um okkur

Rafrænir reikningar

Skýrslur

Leiðbeiningar

Landupplýsingar

Landbótasjóður

Gæðastýring í sauðsfjárrækt

Bændur græða landið

Varnir gegn landbroti

Endurheimt votlendis

Hagagæði

GróLind

Lagaumhverfi

Auglýsingar

Aðalskrifstofa | Gunnarsholti | 851 Hella | Sími 488-3000 | Netfang land@land.is | Rafrænir reikningar | Kt: 710169-3659

Skip to content