Gleðilegan Dag íslenskrar náttúru!

16.09.2022

Í dag er Dagur íslenskrar náttúru. Við hjá Landgræðslunni viljum nýta tækifærið og fagna þeim markmiðum um endurheimt vistkerfa sem eru sett fram í nýrri áætlun matvælaráðuneytisins sem ber nafnið Land og líf.

Til stendur að endurheimta um 350.000 ha af birkiskógum, 70.000 ha af rofnu mólendi og 15.600 ha votlendis fyrir árið 2031 (með áætlaðri heildarbindingu um 341.000 þúsund tonna koldíoxíðsgilda). Það verður mikið átak að uppfylla þessi markmið en ef það tekst þá verður það stórt skref í áttina að kolefnishlutleysi Íslands sem og heilbrigðari vistkerfum.

Landgræðslan mun áfram vinna eftir fremsta megni að því að vernda og endurheimta lykilvistkerfi landsins, með sérstakri áherslu á votlendis- og birkivistkerfin. Til þess að markmiðin náist þurfum við öll að hjálpast að, bæði almenningur, fyrirtæki og stjórnvöld, því það er enn langt í land.

Landgræðslan er til þjónustu reiðubúin fyrir hvern þann sem vill taka þátt í að endurheimta náttúrugæði vistkerfa Íslands.

fífur við á

Starfsstöðvar

Starfsfólk

Um okkur

Rafrænir reikningar

Skýrslur

Leiðbeiningar

Landupplýsingar

Landbótasjóður

Gæðastýring í sauðsfjárrækt

Bændur græða landið

Varnir gegn landbroti

Endurheimt votlendis

Hagagæði

GróLind

Lagaumhverfi

Auglýsingar

Aðalskrifstofa | Gunnarsholti | 851 Hella | Sími 488-3000 | Netfang land@land.is | Rafrænir reikningar | Kt: 710169-3659

Skip to content