11. nóvember, 2021

COP26 – Málstofa á vegum Landgræðslunnar um endurheimt votlendis

COP26 – Málstofa á vegum Landgræðslunnar um endurheimt votlendis

Á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna COP26 sem haldin er í Glasgow 1. – 12. nóvember stendur Landgræðslan fyrir málstofu í samstarfi við Global Peatland Initiative sem er samstarfsvettvangur á vegum Sameinuðu þjóðanna um alþjóðlega endurheimt votlendis.
Í málstofunni verður meðal annars farið yfir hvaða leiðir hafa gefist til að virkja hagaðila til samstarfs um vernd og endurheimt votlendis til framtíðar.

Landgræðslan hefur haft umsjón með framkvæmd endurheimtar votlendis í samræmi við sóknaráætlun Íslands í loftlagsmálum síðan 2016 og unnið hefur verið að endurheimt votlendis í samstarfi við landeigendur síðan.

COP26 - Málstofa
GOP26

Umræðan um mikilvægi endurheimtar votlendis hefur aukist til muna á alþjóðlegum vettvangi og þjóðir heims eru í vaxandi mæli að taka endurheimt votlendis inn í loftslagsmarkmið sín. Nánari upplýsingar um dagskrá helgaðri verndun votlendis er að finna hér

sýndarveruleika má einnig heimsækja svokallaðan votlendisskála (Peatland Pavilion) á þessari vefslóð. Þar má meðal annars sjá nýja vefsjá Landgræðslunnar sem sýnir skurðaþekju landsins ásamt fjölbreyttu alþjóðlegu efni tengdu votlendi.

Endurheimt votlendis snýst um fjölþættan vistfræðilegan og hagrænan ábata þess að vernda virk og fjölbreytt votlendi. Mikilvægt er að hagaðilar taki fullan þátt í stefnumótun, skipulagi og framkvæmdum endurheimtarverkefna.

Hægt er að skrá sig til þátttöku í málstofunni hér.

Starfsstöðvar

Starfsfólk

Um okkur

Rafrænir reikningar

Skýrslur

Leiðbeiningar

Landupplýsingar

Landbótasjóður

Gæðastýring í sauðsfjárrækt

Bændur græða landið

Varnir gegn landbroti

Endurheimt votlendis

Hagagæði

GróLind

Lagaumhverfi

Auglýsingar

Aðalskrifstofa | Gunnarsholti | 851 Hella | Sími 488-3000 | Netfang land@land.is | Rafrænir reikningar | Kt: 710169-3659

Efnisorð:

Þú gætir haft áhuga á….