Bonn áskorunin – tækifæri fyrir sveitarfélög og landeigendur

Stjórnvöld vilja taka svokallaðri Bonn-áskorun í þeim tilgangi að auka landgæði, efla jarðvegsauðlindina og styrkja byggð í landinu.

Sett markmið er í senn metnaðarfullt og mikilvægt, að auka verulega þekju birkiskóga og birkikjarrs en hún er nú einungis 1,5% af flatarmáli landsins.
Fjármunir renna til slíkra verkefna á komandi árum af framlögum ríkisins til loftslagsaðgerða og óskað er eftir þátttöku sveitarfélaga og annarra hagsmunaaðila vítt og breitt um landið.

Bonn-áskorunin er alþjóðlegt átak um endurheimt skóga á stórum samfelldum svæðum eða landslags-heildum og er skipulagt af alþjóðlegu náttúruverndarsamtökunum IUCN í samstarfi við fleiri aðila.

Til að ná settu markmiði þarf að skilgreina í skipulagi ákveðið flatarmál lands, þar sem stefnt er að því að endurheimta birkiskóga samhliða fjölbreyttri landnýtingu s.s. akuryrkju, ferðaþjónustu, nytjaskógrækt, loftslagsverkefnum af ýmsum toga sem og búfjárrækt.

Fyrirmynd slíkra verkefna er t.a.m. Hekluskógaverkefnið þar sem auk endurheimtar birkiskóga fer fram fjölbreytt landnotkun og starfsemi. Verkefnið veitir landeigendum innan skilgreinds Bonn-svæðis aukin tækifæri til þátttöku í endurheimt skóga, sér í lagi á svæðum þar sem gróður- og jarðvegseyðing hefur átt sér stað.

Atvinna í heimabyggð í forgangi

Stefnt er að svæði í eigu eða umsjá ríkis eða sveitarfélaga geti myndað n.k. kjarna hvers svæðis og þar er unnt að hefja aðgerðir strax. Lögð er rík áhersla á að verkefnin séu unnin í samstarfi allra hagsmunaaðila og stuðli að bættu ástandi lands, að Ísland geti uppfyllt skuldbindingar sínar í loftslagsmálum og hafi hagræn áhrif á viðkomandi svæðum.

Nú þegar eru verkefni á svæðum í umsjá ríkisstofnana fjármögnuð af ríkinu en aukna fjárveitingar eru til loftslagsmála á næstu árum sem meðal annars yrði varið til þessa verkefnis. Lögð er áhersla á að verkefnin stuðli að atvinnu í heimabyggð. Áhugi fyrirtækja á fjármögnun verkefna sem hafa loftslagsávinning í för með sér hefur aukist mikið á síðustu árum og mörg sveitarfélög vinna að markmiðum um loftslagsmál, s.s. að kolefnisjöfnun. Þetta verkefni styður slík verkefni.

Þáttaka sveitarfélaga er mikilvæg

Þegar Ísland tilkynnir um markmið sín innan Bonn-áskorunarinnar verður það gert á grundvelli samkomulags við hlutaðeigandi sveitarfélög og aðra samstarfsaðila. Það er því óskað eftir afstöðu sveitarfélagsins til þátttöku í verkefninu, tillögum að svæðum umfram þau sem eru í umsjá ríkisstofnana og hvort og með hvaða hætti slík skilgreining gæti orðið hluti af skipulagi sveitarfélagsins.

Áformað er að Ísland geti kynnt markmið sín fyrri hluta sumarsins 2021. Markmið er að fá sem flest sveitarfélög til að taka þátt í verkefninu og væri æskilegt að afstaða sveitarfélagsins liggi fyrir í síðasta lagi 31. maí nk.

Nánari upplýsingar og kynning á verkefninu

  • Hreinn Óskarsson Skógræktinni hreinn@skogur.is s. 899 1971
  • Gústav M. Ásbjörnsson Landgræðslunni gustav@land.is s. 863 0127

Starfsstöðvar

Starfsfólk

Um okkur

Rafrænir reikningar

Skýrslur

Leiðbeiningar

Landupplýsingar

Landbótasjóður

Gæðastýring í sauðsfjárrækt

Bændur græða landið

Varnir gegn landbroti

Endurheimt votlendis

Hagagæði

GróLind

Lagaumhverfi

Auglýsingar

Aðalskrifstofa | Gunnarsholti | 851 Hella | Sími 488-3000 | Netfang land@land.is | Rafrænir reikningar | Kt: 710169-3659

Skip to content