Auglýsing um styrki til varna gegn landbroti fyrir árið 2023
11.11.2022
Landgræðslan auglýsir eftir umsóknum um styrki til varna gegn landbroti. Um er að ræða styrki sem veittir eru til slíkra verkefna skv. lögum um varnir gegn landbroti (lög nr. 2018 155 21. desember).
Styrkirnir eru veittir til hvers konar verkefna til varnar því að vatnsföll eyði mannvirkjum eða gangi á gróið land. Við forgangsröðun verkefna er m.a. höfð hliðsjón af verðmæti þeirra mannvirkja eða lands sem landbrot ógnar.
Umsóknarfrestur er til 31. janúar 2023.
Smella hér til að sjá umsóknareyðublað. Með því að smella hér ferðu á síðu VGL. Einnig er hægt að hafa samband við Landgræðsluna í Gunnarsholti, sími 488 3000, og héraðssetur Landgræðslunnar um land allt.

Rofbakki fyrir og eftir gerð bakkavarnar. Meginvörnin er undir yfirborð árinnar.



Starfsstöðvar
Starfsfólk
Um okkur
Rafrænir reikningar
Skýrslur
Leiðbeiningar
Landupplýsingar
Landbótasjóður
Gæðastýring í sauðsfjárrækt
Bændur græða landið
Varnir gegn landbroti
Endurheimt votlendis
Hagagæði
GróLind
Lagaumhverfi
Auglýsingar
Aðalskrifstofa | Gunnarsholti | 851 Hella | Sími 488-3000 | Netfang land@land.is | Rafrænir reikningar | Kt: 710169-3659