Lög nr. 17/1965 um landgræðslu með síðari breytingum
Tilgangur laganna er að koma í veg fyrir eyðingu gróðurs og jarðvegs, sem og að græða upp eydd og vangróin lönd. Þannig skal Landgræðsla ríkisins vinna að sandgræðslu, gróðurvernd og sinna gróðureftirliti. Fjallað er um möguleika til uppgræðslu á illa grónum löndum og hvernig að henni skuli unnið. Ákvæði um nýtingu lands og gróðurs er að finna í lögunum en vinna skal gegn eyðingu hans eins og kostur er. Þá eru ákvæði í lögunum um ítölu, félög til landgræðslu, rannsóknir o.fl.

Lög nr. 91/2002 um varnir gegn landbroti með síðari breytingum
Tilgangur laganna er að draga úr eða koma í veg fyrir landbrot og annað tjón á landi, landkostum og mannvirkjum með fyrirhleðslum gegn ágangi vatna. Landgræðsla ríkisins metur þörf á aðgerðum og forgangsraðar þeim með ákveðnum hætti. Fjallað er um greiðslu kostnaðar við varnirnar og hver beri þann kostnað í hverju tilviki. Heimilt er að veita styrki til framkvæmda, enda sé eftir þeim auglýst og skilyrði sett. Þá eru ákvæði í lögunum um tilkynningarskyldu vegna landbrots, samráðsferli, bætur fyrir tjón o.fl.

Lög nr. 6/1986 um afréttamálefni, fjallskil o.fl. með síðari breytingum
Lög nr. 38/2013 um búfjárhald o.fl. með síðari breytingum
Lög nr. 99/1993 um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum með síðari breytingum
Lög nr. 44/1999 um náttúruvernd með síðari breytingum
Lög nr. 135/2001 um girðingar

Birkir Snær Fannarsson, lögfræðingur S. 488 3052 birkir@land.is

Birkir Snær Fannarsson, lögfræðingur
S. 488 3052
birkir@land.is