Héraðssetur Landgræðslunnar á Vesturlandi og Vestfjörðum er á Hvanneyri í Borgarfirði.  Starfssvæðið nær frá Hvalfirði norður í Hrútafjörð. Helstu verkefnin eru skipulag og eftirlit landgræðsluverkefna, gróðureftirlit, úttekt beitilanda og upplýsingagjöf, ráðgjöf og samstarf við sveitarstjórnir, einstaklinga og félagasamtök. Héraðssetrið hefur ennfremur yfirumsjón með verkefninu  Bændur græða landið. Verkefnisstjóri Varna gegn landbroti er með skrifstofu í héraðssetrinu á Hvanneyri.

Bændur græða landið
Varnir gegn landbroti
Gæðastýring í hrossarækt
Gæðastýring í sauðfjárrækt
Ýmis viðfangsefni Landverndarsviðs
Umsóknir

Héraðsáætlanir Landgræðslunnar eru samantekt á helstu rofsvæðum á landinu og forgangsröðun verkefna út frá aðstæðum á hverjum stað. Rofsvæðin eru hér flokkuð eftir alvarleika rofs, aðgengi að þeim, hvernig þau eru yfirferðar, hæð yfir sjávarmáli og eignarhaldi. Héraðsáætlanir ekki áætlanir um uppgræðslu lands, en þær geta verið gott verkfæri þegar gera á slíkar áætlanir, hvort sem í hlut eiga sveitarfélög, einstaklingar eða félagasamtök. Smella hér til að sjá skýrsluna.

Aðsetur
Héraðssetur Landgræðslu ríkisins,
Hvanneyrarbraut, Hvanneyri,
311 Borgarnes

Sunna ÁskelsdóttirSunna Áskelsdóttir, héraðsfulltrúi Vesturlands og Vestfjarða
S. 488 3000 / 488 3047
sunna@land.is

Sigurjón EinarssonSigurjón Einarsson, verkefnisstjóri Varna gegn landbroti
S. 488 3000 / 488 3011
sigurjone@land.is