Árið 2015 vann Landgræðslan skýrsluna Héraðsáætlanir, þar sem helstu rofsvæði landsins, skv. skýrslunni Jarðvegsrof á Íslandi, eru metin og flokkuð eftir því hversu brýnt Landgræðslan telur að vinna að uppgræðslu á þeim. Rétt er að taka fram að hér er unnið á grófum skala en með skýrslunni er ætlunin að varpa ljósi á hversu gífurlega mikil verkefni bíða þjóðarinnar á þessu sviði. Hvert og eitt verkefni hefur verið skráð, stærð svæða mein gróflega og mat lagt á jarðvegsrof og aðra umhverfisþætti eftir ákveðnu kerfi. Í skýrslunni er megináhersla lögð á rofsvæði sem eru neðan 500 m h.y.s. þó þar séu undantekningar á.

Athugið að á stundum getur það tekið tölvuna smástund að ná skjalinu en meðan á því stendur geta komið á skjáinn torskilin tákn í sumum línum. Gott er að skruna eftir skjalinu og smella á línur á næstu síðum – en fara svo fremst og þá ætti letrið að vera komið í lag!

  1. Inngangur
  2. Vesturland og Vestfirðir
  3. Norðurland vestra
  4. Norðurland eystra
  5. Austurland
  6. Suðurland