Starfssvæði héraðsseturs Landgræðslunnar á Suðurlandi er í Gunnarsholti á Rangárvöllum. Starfssvæðið nær yfir Gullbringu- og Kjósarsýslu, Árnessýslu, Rangárvallasýslu og Vestur- og Austur-Skaftafellssýslur.

Héraðssetrið hefur umsjón með verkefnum Landgræðslunnar á starfssvæðinu, ásamt ráðgjöf og leiðbeiningum um landnýtingu og uppgræðslu. Hátt í 200 þátttakendur á starfssvæðinu eru þátttakendur í samstarfsverkefninu Bændur græða landið. Í gegn um Landbótasjóð Landgræðslunnar eru árlega styrkt fjölmörg uppgræðsluverkefni á starfssvæðinu og unnið er að fjölmörgum landgræðsluverkefnum á svæðinu í samvinnu við sveitarfélög, félagasamtök og fyrirtæki.

Bændur græða landið
Varnir gegn landbroti
Gæðastýring í hrossarækt
Gæðastýring í sauðfjárrækt
Ýmis viðfangsefni Landverndarsviðs
Umsóknir

Héraðsáætlanir Landgræðslunnar eru samantekt á helstu rofsvæðum á landinu og forgangsröðun verkefna út frá aðstæðum á hverjum stað. Rofsvæðin eru hér flokkuð eftir alvarleika rofs, aðgengi að þeim, hvernig þau eru yfirferðar, hæð yfir sjávarmáli og eignarhaldi. Héraðsáætlanir ekki áætlanir um uppgræðslu lands, en þær geta verið gott verkfæri þegar gera á slíkar áætlanir, hvort sem í hlut eiga sveitarfélög, einstaklingar eða félagasamtök. Smella hér til að sjá skýrsluna.

Aðsetur
Héraðssetur Landgræðslu ríkisins, Gunnarsholti, 851 Hella.
Sími 488-3000, fax 488-3010

Garðar ÞorfinnssonGarðar Þorfinnsson, deildarstjóri héraðssetra
S. 488 3040 / 891 8874
gardar@land.is

Gustav Asbjornsson IMG_8760Gústav Ásbjörnsson, sviðsstjóri landverndarsviðs
S. 488 3000 / 488 3039
gustav@land.is

Sigþrúður JónsdóttirSigþrúður Jónsdóttir, héraðsfulltrúi
S. 488 3000 / 488 3027
sigtrudur@land.is

Magnús Þór EinarssonMagnús Þór Einarsson, héraðsfulltrúi
S. 488 3000 / 488 3036
magnus_thor@land.is