land.is
Gæðastýring í sauðfjárrækt

Landgræðslan

Heim » Viðfangsefni » Sjálfbær landnýting » Gæðastýring í sauðfjárrækt

Gæðastýring í sauðfjárrækt

Gæðastýringunni er m.a ætlað að taka til landnotkunar, einstaklingsmerkinga, skýrsluhalds, hirðingar, aðbúnaðar, fóðuröflunar og lyfjanotkunar.

Drög voru lögð að gæðastýringu í sauðfjárrækt með samningi bænda og ríkisvaldsins árið 2000. Helstu markmiðin voru að bæta sauðfjárbúskap, renna styrkari stoðum undir afkomu sauðfjárbænda og tryggja markaðnum öruggari vörur. Gæðastýringunni er m.a ætlað að taka til landnotkunar, einstaklingsmerkinga, skýrsluhalds, hirðingar, aðbúnaðar, fóðuröflunar og lyfjanotkunar. Um gæðastýringuna gildir nú reglugerð nr. 511/2018.

 

Hlutverk Landgræðslu

samkomulagi milli Landgræðslunnar og Matvælaráðuneytisins. Í því felst mat og staðfesting á gæðum beitilands umsækjenda en beitiland skal vera nýtt á sjálfbæran hátt skv. reglugerð nr. 511/2018 og ástand þess skv. viðmiðum í reglugerð nr. 511/2018. Jafnframt skal staðfest að umsækjendur hafi aðgang að nægu nýtanlegu beitilandi. Héraðsfulltrúar Landgræðslunnar sjá um þessi verk, hver á sínu starfssvæði og verkefnisstjóri er Berglind Ýr Ingvarsdóttir.

 

Mat á ástandi lands og eftirlit

Landgræðslan metur landnýtingu og ástand beitarlands þeirra sem sækja um þátttöku í gæðastýrðri sauðfjárframleiðslu. Ástand lands er metið skv. viðmiðum í viðauka 1 í reglugerð 511/2018 en þar er tilgreint að meta skuli beitarland eftir ástandsskala sem lýst er í ritinu Sauðfjárhagar og Landgræðslan gaf út árið 2010. Landgræðslan sinnir einnig úttektum á nýjum umsækjendum, eftirliti með ástandi beitilands og eftirliti með þeim landbóta- og landnýtingaráætlunum sem í gildi eru. Einnig sinnir starfsfólk Landgræðslunnar ráðgjöf um landnýtingu og landbætur þar sem þess er óskað.

Árið 2021 voru um 1.700 þátttakendur í verkefninu, þar af eru um 300 aðilar sem standa að samtals 25 landbótaáætlunum.

PDF Landgræðslan Ársskýrsla gæðastýring í sauðfjárrækt 2021

PDF Landgræðslan Ársskýrsla gæðastýring í sauðfjárrækt 2020

PDF Landgræðslan Ársskýrsla gæðastýring í sauðfjárrækt 2017

PDF Landgræðslan Ársskýrsla gæðastýring í sauðfjárrækt 2016

PDF Landgræðslan Ársskýrsla gæðastýring í sauðfjárrækt 2015

PDF Landgræðslan Ársskýrsla gæðastýring í sauðfjárrækt 2014

PDF Landgræðslan Ársskýrsla gæðastýring í sauðfjárrækt 2013

PDF Landgræðslan Ársskýrsla gæðastýring í sauðfjárrækt 2012

Berglind Ýr Ingvarsdóttir

Sinnir landgræðslusvæðum og verkefnum í Norðurþingi, austan Húsavíkur. Verkefnastjóri Gæðstýring í sauðfjárrækt → Loftslagsvænn Landbúnaður. Framfylgir stefnu Landgræðslunnar í landgræðslu og gróður- og jarðvegsvernd. Sér um áætlanagerð, umsjón og eftirlit með landgræðsluverkefnum. Aflar upplýsinga, vaktar ástand gróðurs og jarðvegs og fylgist með að lögum um landgræðslu sé framfylgt. Skráir landgræðsluaðgerðir og mat á árangri. Veitir fræðslu, ráðgjöf og miðlar upplýsingum um verkefni héraðssetursins.