Verkefnið Bændur græða landið er samvinnuverkefni Landgræðslunnar og bænda um uppgræðslu heimalanda

Tilgangur þess er að styrkja bændur til landgræðslu á jörðum sínum, stöðva rof, þekja land gróðri og gera það nothæft á ný til landbúnaðar eða annarra nota. Verkefnið hófst árið 1990 og eru þátttakendur um 600.

Umsókn og skilyrði til þátttöku
Héraðsfulltrúar og annað starfsfólk héraðssetra Landgræðslunnar veita allar upplýsingar um BGL. Þeir sem óska eftir þátttöku geta sótt um með því að fylla út umsókn og senda á næsta héraðssetur. Ef spurningar kunna að vakna er hægt að hafa samband við næsta héraðsfulltrúa Landgræðslunnar. Smella hér til að ná í umsóknareyðublað.

Skilyrði fyrir þátttöku eru að það land sem um ræðir sé lítið gróið eða ógróið og beitarálag hóflegt. Starfsmenn Landgræðslunnar meta hvort landið fullnægir skilyrðum verkefnisins og leiðbeina með uppgræðsluaðferðir.

Fyrirkomulag verkefnisins
Landgræðsla ríkisins hefur umsjón með verkefninu, veitir ráðgjöf, styrkir áburðarkaup bænda og lætur í té fræ þar sem þess er talin þörf að mati starfsmanna Landgræðslunnar. Bændur sjá um að panta og flytja áburðinn og dreifa honum og endurgreiðir Landgræðslan hluta áburðarverðsins þegar dreifingu er lokið.

Magnús Þór EinarssonMagnús Þór Einarsson,
verkefnisstjóri
488 3035 / 847 5464
magnus.thor@land.is